Mixtape.
Aliquam lorem ante, dapibus in, viverra quis, feugiat a, tellus. Phasellus viverra nulla ut metus varius laoreet quisque rutrum.

Instagram

1980-1990

1980-1990

1989
júl 18

VEGABRÉFIÐ MITT

VEGABRÉFIÐ MITT
júl 13

DRAMA QUEEN

DRAMA QUEEN
mar 25

I’M COMING OUT

I’M COMING OUT
1984
des 31

TEENAGE DRAGSHOW

jún 28

OG ÞAÐ VARST ÞÚ

OG ÞAÐ VARST ÞÚ

“OG ÞAÐ VARST ÞÚ” er virkilega vönduð barnaplata sem Jónas Þórir og Sverrir Guðjónsson höfðu yfirumsjón með, en Skálholt gaf út.  Páll Óskar (14 ára) söng nokkur lög á þessari plötu eins og t.d. “Er vasapening ég fæ” (sem hægt er að hlusta á hér á vefnum) og “Í bljúgri bæn”.

Þetta eru síðustu hljóðritanir sem til eru af barnarödd Palla, því stuttu eftir upptökur fór hann í mútur og hann söng nákvæmlega ekkert fyrr en hann fór í inntökupróf í Kór Menntaskólans í Hamrahlíð 1988.

Þessi plata var endurútgefin á geisladiski af Skálholtsútgáfunni árið 2010.

1983
des 17

STUNDIN OKKAR 1983 KYNNIR: PÁLL ÓSKAR

STUNDIN OKKAR 1983 KYNNIR: PÁLL ÓSKAR

Á þessu tímabili voru hæfileikaríkir krakkar valdir til að kynna atriðin í Stundinni Okkar á RÚV.  Ég var einn af þeim (gerði þetta gigg tvisvar að mig minnir).  Þarna hittumst við Margrét Eir í fyrsta sinn, eins og myndin sýnir.  Síðar á lífsleiðinni var ég að kynna Söngkeppni Framhaldsskólanna 1991 þegar Margrét Eir sigraði þá keppni.  Síðan þá höfum við náð að troða upp saman af og til.  Núna síðast fylgdist ég með Margréti Eir gjörsamlega stela senunni í “Mary Poppins” í Borgarleikhúsinu.  Bæði ég og Margrét Eir þurfum að sætta okkur við að vera fædd í djobbið.

maí 21

ÉG KVEÐJU SENDI HERRA – ÁHÖFNIN Á HALASTJÖRNUNNI

ÉG KVEÐJU SENDI HERRA – ÁHÖFNIN Á HALASTJÖRNUNNI

“ÉG KVEÐJU SENDI HERRA” var önnur platan sem Páll Óskar söng inn á sem meðlimur Áhafnarinnar á Halastjörnunni.  Þessi plata kom út árið á vegum Geimsteins 1983, öll lög og textar voru eftir Gylfa Ægisson og Palli (13 ára) söng tvö lög: “Til ömmu” og “Blindi drengurinn”, en seinna lagið varð fyrsti risasmellur Palla í útvarpi og heyrðist mikið í Óskalögum Sjúklinga.

Eftir að Palli varð þekktari á fullorðinsárunum hefur “Blindi Drengurinn” oft verið grafinn upp og spilaður í hinum ýmsu útvarpsþáttum.  Hægt er að hlusta á þetta lag með því að smella á tónlistarhnappinn hér á www.palloskar.is

Þorskurinn á framhlið plötuumslagsins er bein tilvísun í ummæli þekkts stjórnmálamanns frá þessum tíma sem sagði að íslenski þorskurinn væri okkar besti sendiherra.   Þá vitið þið það.

apr 19

LÁTIÐ HÖRPU GEFA TÓNINN AUGLÝSING

LÁTIÐ HÖRPU GEFA TÓNINN AUGLÝSING
apr 19

LÁTIÐ HÖRPU GEFA TÓNINN AUGLÝSING MEÐ PABBA

LÁTIÐ HÖRPU GEFA TÓNINN AUGLÝSING MEÐ PABBA
jan 17

STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN

STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN

Páll Óskar (13 ára) lék stígvélaða köttinn i söngleikjaútgáfu Gylfa Ægissonar árið 1983.

Núna eru öll lögin sem Palli söng í þessum ævintýrasöngleik komin inn á www.palloskar.is þar sem þau streyma ókeypis. Farið bara í “TÓNLIST”, veljið lög, ýtið á “play” og góða skemmtun. Þessir söngleikir hjá Gylfa Ægissyni voru líka algert æði og standast tímans tönn

Geimsteinn gaf vinylplötuna seinna út á geisladiski en þá mátti þar líka finna söguna um Eldfærin og Kiðlingana sjö í sömu útfærslu.

1982
okt 10

SÖNGLEIKURINN “GÚMMÍ TARZAN” – LEIKFÉLAG KÓPAVOGS

SÖNGLEIKURINN “GÚMMÍ TARZAN” – LEIKFÉLAG KÓPAVOGS

Páll Óskar (12 ára) lék aðalhlutverkið í söngleiknum GÚMMÍ-TARZAN sem leikfélag Kópavogs sýndi fyrir fullu húsi 1982 til 1983.  Kjartan Ólafsson samdi tónlistina, en leikgerðina vann Jón Hjartarson uppúr vinsælli skáldsögu Ole Lund Kirkegard.  Andrés Sigurvinsson leikstýrði.

Söngleikurinn er um Ívar Ólafsson, strák sem er lagður í einelti, og er beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi, og það ekki bara af skólafélögum sínum.  Pabbi hans beitir hann líka andlegu ofbeldi þegar heim er komið og er alltaf snarvitlaus í skapinu.  Ástæðan er sú að Ívar Ólafsson er lélegur í fótbolta, er ekki sterkur, lágvaxinn, lesblindur og stendur sig illa í skólanum.  Þegar hann slasar sig í leikfimi og fær blóðnasir er hann uppnefndur „Gúmmí-Tarzan“ af öllum í skólanum og nafnið festist við hann.  Dag einn hittir Gúmmí-Tarzan alvöru galdranorn, sem býður honum að velja sér eina ósk.  Gúmmí-Tarzan segir: „Ég óska þess að ég fái allar mínar óskir uppfylltar.“   Nornin segist ekki geta látið svona risa-ósk endast nema í einn dag.  Gúmmí-Tarzan tekur boðinu.

Söngleikurinn var sýndur á tímabilinu 1982 til 1983.   Á þeim tíma var orðið „einelti“ varla  notað í íslenskri tungu.  Í dag er alveg ljóst að þetta verk er svo sannarlega um einelti, og á því brýnt erindi við áhorfendur í dag, ekki síður en það gerði árið 1982.   Tónlistin var tekin upp og gefin út á vinyl plötu, en hún hefur enn ekki verið gefin út á geisladiski eða stafrænu formi.  Þegar þetta er skrifað þá stendur það allt til bóta.

mar 16

ÉG TEIKNAÐI AUGLÝSINGAR FYRIR TÓNLEIKA PABBA OG MÖMMU

ÉG TEIKNAÐI AUGLÝSINGAR FYRIR TÓNLEIKA PABBA OG MÖMMU
mar 16

SAKLAUS KÓRDRENGUR Í SKÁLHOLTSKIRKJU 1982. NOKKRUM ÁRUM SÍÐAR (1995) VAR NÆRVERU MINNAR EKKI ÓSKAÐ ÞAR Á JÓLATÓNLEIKUM VEGNA ÞESS AÐ ÉG VÆRI “BOÐBERI” SAMKYNHNEIGÐAR Á ÍSLANDI. PS. ÉG ER LÖNGU BÚINN AÐ FYRIRGEFA ÞETTA. EN BÖRN ERU LÍKA GAY

SAKLAUS KÓRDRENGUR Í SKÁLHOLTSKIRKJU 1982. NOKKRUM ÁRUM SÍÐAR (1995) VAR NÆRVERU MINNAR EKKI ÓSKAÐ ÞAR Á JÓLATÓNLEIKUM VEGNA ÞESS AÐ ÉG VÆRI “BOÐBERI” SAMKYNHNEIGÐAR Á ÍSLANDI. PS. ÉG ER LÖNGU BÚINN AÐ FYRIRGEFA ÞETTA. EN BÖRN ERU LÍKA GAY
1981
nóv 15

VIÐ JÓLATRÉÐ

VIÐ JÓLATRÉÐ

VIÐ JÓLATRÉÐ var stór og vönduð íslensk jólaplata með diskótakti, enda sat Gunnar Þórðarsson við stjórnvölinn og tók plötur upp í gríð og erg í Hljóðrita í Hafnarfirði.   Þessi jólaplata var tekin upp á samhliða meistaraverkinu “Himinn og jörð”, svo það var mikill hasar í Hljóðrita á þessu tímabili.

Þessi jólaplata innihélt öll gömlu góðu jólalögin sem íslendingar hafa sungið í kringum jólatréð (Nú er Gunna á nýju skónum, Göngum við í kringum o.s.frv.) nema hvað að öll  lögin voru flutt í syrpum með diskótakti, eins og var mjög vinsælt form á þessum tíma í anda Stars on 45.    Einnig voru þarna stök lög úr smiðju Gunnars Þórðarsonar, ítölsk tökulög og grín-jólalög sem flutt voru af jólasveinum og krökkum.

Söngvaranir voru allar helstu stórstjörnur þessa tíma: Björgvin Halldórsson, Helga Möller, Þorgeir Ástvaldsson, Magnús Ólafsson… og þarna sprettur fram eitt stykki Páll Óskar, þá 11 ára gamall.       Vinylplatan var glær, ekki svört.  Þessi plata varð mest selda jólaplatan árið 1981, en hún hefur samt aldrei komið út á geisladiski í heild sinni.   Aðeins hafa sumar syrpurnar dúkkað upp á hinum og þessum jólasafnplötum.

Sjálfur Björgvin Halldórsson hannaði plötuumslagið.

mar 16

EINS OG SKOT – ÁHÖFNIN Á HALASTJÖRNUNNI

EINS OG SKOT – ÁHÖFNIN Á HALASTJÖRNUNNI

Eftir velgengni Söngævintýrsins um Hans & Grétu hafði Gylfi Ægisson aftur samband við Palla og bauð honum að vera messagutti um borð í Halastjörnunni.   Þarna var Áhöfnin á Halastjörnunni, ásamt Gylfa Ægissyni, eitt það heitasta í bransanum vegna fyrstu plötu hennar “Meira salt”, sem innihélt hið gríðarlega vinsæla “Stolt siglir fleyið mitt”.

Á þessari Halastjörnuplötu “Eins og skot”, söng Palli (11 ára) eitt lag, Sonur Sjómannsins.  Það hlaut ágætar viðtökur í Óskalagaþætti sjómanna “Á frívaktinni”, enda voru flest lögin af þessari plötu klæðskerasniðin fyrir þann útvarpsþátt.   Þú getur hlustað á “Son sjómannsins” með því að smella á hnappinn “Tónlist” hér á þessari heimasíðu.

jan 18

DANCING QUEEN Á SKÓLADISKÓTEKI Í VESTURBÆJARSKÓLA

DANCING QUEEN Á SKÓLADISKÓTEKI Í VESTURBÆJARSKÓLA
1980
mar 15

SÖNGÆVINTÝRIÐ RAUÐHETTA & HANS OG GRÉTA

SÖNGÆVINTÝRIÐ RAUÐHETTA & HANS OG GRÉTA

Þetta er fyrsta platan sem Páll Óskar söng inná þá tíu ára gamall. Hún var gefin út af Geimsteini árið 1980. Gylfi Ægisson hafði samið söngleiki út frá hinum þekktu Grimmsævintýrum Hans og Grétu og Rauðhettu. Þarna var Palli í hlutverki Hans.  Þessi plata varð upphafið að farsælu samstarfi Palla og Gylfa Ægissonar. Fleiri plötur fylgdu í kjölfarið.