Mixtape.
Aliquam lorem ante, dapibus in, viverra quis, feugiat a, tellus. Phasellus viverra nulla ut metus varius laoreet quisque rutrum.

Instagram

Páll Óskar/DISKÓEYJAN

DISKÓEYJAN

DISKÓEYJAN

Óhætt er að segja að hljómskífan Diskóeyjan í flutningi Prófessorsins og Memfismafíunnar hafi valdið straumhvörfum á íslenska diskó- og fönkbarnaplötumarkaðnum. Diskóeyjan er hugarfóstur þeirra Braga Valdimars Skúlasonar, Óttars Proppé og Guðm. Kristins Jónssonar (Kidda Hjálms), sem fá til liðs við sig hóp valinkunnara og ástsælla listamanna til að gæða eyjuna lífi. Lög og textar eru eftir Braga Valdimar sem sendi frá sér Barnaplötuna Gillligill ásamt Memfismafíunni fyrir tveimur árum. Óttarr bregður sér hlutverk gamals kunningja af íslensku tónlistarsenunni, Prófessorsins, en hann er mörgum að góðu kunnur úr sveitinni Funkstrasse. Kiddi sá um að taka herlegheitin upp í Hljóðrita í Hafnarfirði. Prófessorinn rekur fágunarskóla fyrir börn á Diskóeyju við Diskóflóa. Þar kennir hann þeim ýmsa góða siði og fræðir þau um gildi fönksins ásamt því að gefa gagnleg ráð um klæðaburð og líkamstjáningu. Þangað eru systkinin Daníel og Rut send og sækist þeim námið vel. Það setur hins vegar strik í reikninginn þegar Ljóti kallinn birtist með tilheyrandi mjaðmasveiflum og hyggst breyta Fágunarskólanum í tehús. Allt fer þó þokkalega að lokum. Með helstu hlutverk fara Óttarr Proppé, sem er prófessorinn; Páll Óskar Hjálmtýsson sem leikur ljóta kallinn; Sigríður Thorlacius og Unnsteinn úr Retro Stefson, sem leika Daníel og Rut – og Sigtryggur Baldursson sem fer með hlutverk söguúlfsins. Sigurður Guðmundsson syngur hlutverk sólkonungsins og Magga Stína er gæludvergur prófessorsins. Platan inniheldur meðal annars ofursmellinn „Það geta ekki allir verið gordjöss“, sem tröllriðið hefur útvarpsrásum, diskótekum og ípóðum þjóðarinnar undanfarin ár.