Mixtape.
Aliquam lorem ante, dapibus in, viverra quis, feugiat a, tellus. Phasellus viverra nulla ut metus varius laoreet quisque rutrum.

Instagram

Páll Óskar/HEIMASÍÐAN PÁLLÓSKAR.IS FER Í LOFTIÐ

HEIMASÍÐAN PÁLLÓSKAR.IS FER Í LOFTIÐ

HEIMASÍÐAN PÁLLÓSKAR.IS FER Í LOFTIÐ

Ókeypis streymandi tónlist, vídeó, viðtöl, myndir og fleira stuð.

Jæja, elskurnar mínar.

Velkomin á palloskar.is.   Það sem þið sjáið hér núna í dag (15. mars 2013) er grunn útgáfa af þessari síðu.  Ég á eftir að skreyta þetta jólatré.

Og nú fyrst byrjar stuðið.  Ég mun uppfæra þessa síðu persónulega eins oft of þurfa þykir.  Undanfarin misseri hef ég fundið svo mikið af gömlu dóti sem ég hef ekki tékkað á í mörg ár.  Kassettur með upptökum af gömlum útvarpsþáttum eins og „Sætt og Sóðalegt“ og „Dr. Love“.

Ég hef fundið lög sem enduðu aldrei á neinum plötum og tónleika upptökur sem hafa aldrei heyrst.  Ljósmyndir sem ég var búinn að gleyma að væru til.  Myndbönd sem ég hélt að pabbi minn hafi strokað út í VHS tækinu.  Viðtöl og fjölmiðlafár með yfirlýsingum sem ég man ekki eftir að hafa sagt.

Allt þetta dót verður að vera til á stafrænu formi á gerfihnattaöld.  Þess vegna er ég að gera þessa heimasíðu.  Þetta verður að vera aðgengilegt á einum stað.  Og þessi staður heitir núna www.palloskar.is

Þetta er ekki sölusíða.   Ég hef tekið þá ákvörðun að streyma allri eldri tónlist sem ég hef sjálfur gefið út ókeypis hér á þessari síðu.   Ég er búinn að selja þessar plötur hvort sem er.   Þú ferð bara í „Tónlist“, smellir á uppáhaldslögin þín og býrð til þinn eigin lagalista.  Svo bara hækkar þú í botn og byrjar svo að ryksuga.

Ég á eftir að bæta inn fjölmörgum lögum í viðbót í þetta „Jukebox“, sjaldheyrðum upptökum og glænýjum lögum í bland.  Ég var t.d að setja inn upphafslagið úr „Dr. Love“ þarna inn (sem var aldrei gefið út).  Meira svona dót  er á leiðinni.   Fylgist með í framtíðinni.

Ég mun ekki streyma nýjum plötum í heilu lagi hér.   Ég verð að geta selt þær svo þær nái kostnaði svo ég geti borgað reikningana mina og gert fleiri plötur.   En þetta er rétti staðurinn til að gefa sýnishorn af nýju plötunum og streyma smáskífum.   Vel heppnuð smáskífa er kynning og auglýsing í sjálfu sér.

Þetta er rétti staðurinn til að frumflytja ný lög og frumsýna ný tónlistarmyndbönd þegar þau koma í heiminn.    Ef þið fílið nýju lögin sem þið heyrið, þá megið þið vinsamlegast kaupa nýjar íslenskar plötur á www.tonlist.is og www.gogoyoko.com á stafrænu formi eða hlaupa út í Skífu, Elko, Hagkaup eða þær búðir sem selja plötur á föstu formi.

ÞAKKIR:   Það eru fjórir menn sem ég verð að þakka kærlega fyrir að hafa skapað þessa heimasíðu.  Þeir eru Guðmundur R. Einarsson, Charles Christie, Davíð Sveinsson og Orri Helgason hjá WeDo www.wedo.is    Takk fyrir alla ykkar vinnu og til hamingju með hvað vefurinn lúkkar og virkar sjúklega flott.

Takk Stebbi, fyrir alla þolinmæðina og að eyða svona mörgum klukkutímum (sem ég hafði ekki) til að skanna inn allar þessar ljósmyndir og blaðagreinar sem ég átti bara á pappír.

Auk þess vil ég þakka öllum ljósmyndurum innilega fyrir velvildina og þeirra góðfúslega leyfi fyrir að nota þær ljósmyndir sem birtast hér, ef ég var ekki búinn að borga fyrir þær sjálfur fyrir eða þá að þær koma úr mínu persónulega myndaalbúmi.

Takk elsku þú fyrir að hafa loggað þig inn á líf mitt.  Njóttu vel, fylgstu með í framtíðinni og góða skemmtun.

Ást, Páll Óskar xox