Mixtape.
Aliquam lorem ante, dapibus in, viverra quis, feugiat a, tellus. Phasellus viverra nulla ut metus varius laoreet quisque rutrum.

Instagram

Páll Óskar/SÖNGLEIKURINN “GÚMMÍ TARZAN” – LEIKFÉLAG KÓPAVOGS

SÖNGLEIKURINN “GÚMMÍ TARZAN” – LEIKFÉLAG KÓPAVOGS

SÖNGLEIKURINN “GÚMMÍ TARZAN” – LEIKFÉLAG KÓPAVOGS

Páll Óskar (12 ára) lék aðalhlutverkið í söngleiknum GÚMMÍ-TARZAN sem leikfélag Kópavogs sýndi fyrir fullu húsi 1982 til 1983.  Kjartan Ólafsson samdi tónlistina, en leikgerðina vann Jón Hjartarson uppúr vinsælli skáldsögu Ole Lund Kirkegard.  Andrés Sigurvinsson leikstýrði.

Söngleikurinn er um Ívar Ólafsson, strák sem er lagður í einelti, og er beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi, og það ekki bara af skólafélögum sínum.  Pabbi hans beitir hann líka andlegu ofbeldi þegar heim er komið og er alltaf snarvitlaus í skapinu.  Ástæðan er sú að Ívar Ólafsson er lélegur í fótbolta, er ekki sterkur, lágvaxinn, lesblindur og stendur sig illa í skólanum.  Þegar hann slasar sig í leikfimi og fær blóðnasir er hann uppnefndur „Gúmmí-Tarzan“ af öllum í skólanum og nafnið festist við hann.  Dag einn hittir Gúmmí-Tarzan alvöru galdranorn, sem býður honum að velja sér eina ósk.  Gúmmí-Tarzan segir: „Ég óska þess að ég fái allar mínar óskir uppfylltar.“   Nornin segist ekki geta látið svona risa-ósk endast nema í einn dag.  Gúmmí-Tarzan tekur boðinu.

Söngleikurinn var sýndur á tímabilinu 1982 til 1983.   Á þeim tíma var orðið „einelti“ varla  notað í íslenskri tungu.  Í dag er alveg ljóst að þetta verk er svo sannarlega um einelti, og á því brýnt erindi við áhorfendur í dag, ekki síður en það gerði árið 1982.   Tónlistin var tekin upp og gefin út á vinyl plötu, en hún hefur enn ekki verið gefin út á geisladiski eða stafrænu formi.  Þegar þetta er skrifað þá stendur það allt til bóta.