Mixtape.
Aliquam lorem ante, dapibus in, viverra quis, feugiat a, tellus. Phasellus viverra nulla ut metus varius laoreet quisque rutrum.

Instagram

Páll Óskar/VIÐ JÓLATRÉÐ

VIÐ JÓLATRÉÐ

VIÐ JÓLATRÉÐ

VIÐ JÓLATRÉÐ var stór og vönduð íslensk jólaplata með diskótakti, enda sat Gunnar Þórðarsson við stjórnvölinn og tók plötur upp í gríð og erg í Hljóðrita í Hafnarfirði.   Þessi jólaplata var tekin upp á samhliða meistaraverkinu “Himinn og jörð”, svo það var mikill hasar í Hljóðrita á þessu tímabili.

Þessi jólaplata innihélt öll gömlu góðu jólalögin sem íslendingar hafa sungið í kringum jólatréð (Nú er Gunna á nýju skónum, Göngum við í kringum o.s.frv.) nema hvað að öll  lögin voru flutt í syrpum með diskótakti, eins og var mjög vinsælt form á þessum tíma í anda Stars on 45.    Einnig voru þarna stök lög úr smiðju Gunnars Þórðarsonar, ítölsk tökulög og grín-jólalög sem flutt voru af jólasveinum og krökkum.

Söngvaranir voru allar helstu stórstjörnur þessa tíma: Björgvin Halldórsson, Helga Möller, Þorgeir Ástvaldsson, Magnús Ólafsson… og þarna sprettur fram eitt stykki Páll Óskar, þá 11 ára gamall.       Vinylplatan var glær, ekki svört.  Þessi plata varð mest selda jólaplatan árið 1981, en hún hefur samt aldrei komið út á geisladiski í heild sinni.   Aðeins hafa sumar syrpurnar dúkkað upp á hinum og þessum jólasafnplötum.

Sjálfur Björgvin Halldórsson hannaði plötuumslagið.