
29. ágúst, 2017
GORDJÖSS (REMIX)
Hér er endurhljóðblöndun eða remix af hinu geysivinsæla lagi „Það geta ekki allir verið gordjöss“ sem Páll Óskar syngur á diskóbarnaplötunni Diskóeyjan. Þessi útgáfa er aðeins klúbbavænni og meira fullorðins í meðförum Örlygs Smára. Lag og texti er eftir Braga Valdimar Skúlason. Mælt er með að hlustandinn standi fyrir framan spegil og syngi textann með hástöfum fyrir sjálfann sig.